Learn computer science.
Change the world.

Allir, alls staðar geta skipulagt atburð með Klukkustund kóðunar. Klukkutíma kennslustundir á yfir 45 tungumálum. Engin reynsla nauðsynleg.


 
 
835,122,270 þátttakendur
Alþjóðleg hreyfing í 180+ löndum.
20,655 viðburðir skráðir árið 2019.


Skýring
Klukkustund kóðunar
Sérstakur viðburður
Kort Klukkustunda kóðunar sýnir aðeins fyrstu 200.000 skráðu viðburðina. Alla skráða viðburði með gilt heimilisfang má sjá á viðburðasíðunni.

Vertu með

Thanks for signing up!

Skipulegðu Klukkustund kóðunar December 9-15 og skráðu það hér.

Ef þú ert að skipuleggja fleiri en einn viðburð, þarftu að senda inn sérstakt heiti eða netfang fyrir hvern. Við skráum hvert heiti/netfang sem aðeins einn viðburð. Skráning Klukkustund kóðunar-viðburða lýkur 12. desember.Áttu vélmenni?

Við þökkum neðangreindum samstarfsaðilum um vélmenni fyrir að styðja Klukkustund kóðunar! Smelltu á merkin ef skólinn á vélmenni til að sjá lista yfir verkefni sem tengjast vélmennum!

Nemendur eru að læra á 40 tungumálum

Yfir 100m nemendur hafa prófað Klukkustund kóðunar

Spurt & svarað

Hvað er Klukkustund kóðunar?

Klukkustund kóðunar er einnar klukkustundar kynning á tölvunarfræði sem er ætlað að svipta hulunni af forritun og sýna að allir geti lært grunnatriðin. Skoða kennsluefnið.

Hvenær er Klukkustund kóðunar?

Það geta allir miðlað Klukkutíma kóðunar hvenær sem er, en markmið grasrótarátaksins er fá tugir miljóna nemenda til að spreyta sig á einhverri Klukkustund kóðunar vikuna %{campaign_date} í tengslum við Computer Science Education Week í USA. Er þetta ein tiltekin klukkustund? Nei. Það er hægt að gera þetta hvenær sem er þessa viku. (Og ef það næst ekki, þá vikuna á undan eða eftir).

Hvers vegna tölvunarfræði?

Öllum nemendum ætti að vera gefið tækifæri til að læra tölvunarfræði. Það hjálpar til að þroska færni í að leysa vandamál, rökvísi og sköpun. Með því að byrja snemma fá nemendur grunn til að ná árangri í störfum 21. aldarinnar. Meiri tölfræði má finna á Code.org.

Hvernig tek ég þátt í Klukkustund kóðunar?

Byrjaðu að skipuleggja hér með því að lesa leiðarvísi okkar. Þú getur haldið Klukkustund kóðunar í skólanum þínum eða út í samfélaginu — svo sem í tómstundaklúbbi, félagi eða í vinnunni. Eða bara prófað þetta sjálf/ur Dec. 9.

Hver stendur að baki Klukkustund kóðunar?

Klukkustund kóðunar er skipulögð af Code.org, sem eru almenn óháð samtök sem hafa það að markmiði að auka þátttöku í tölvunarfræði með því að gera hana aðgengilega í fleiri skólum, og að auka þátttöku kvenna og minnihlutahópa. Fordæmalaust samstarf hefur tekist milli aðila hefur tekist til að styðja við Klukkustund kóðunar. Þar má nefna Microsoft, Apple, Amazon, ungmennafélög og skólayfirvöld.

Ég veit ekkert um forritun. Get ég samt skipulagt viðburð?

Að sjálfsögðu. Verkefni í Klukkustund kóðunar eru sjálfstýrð. Allt sem þú þarft að gera er að prófa núverandi kennsluefni okkar, velja efnið sem þú vilt nota og velja stundina — við munum sjá um afganginn. Við erum líka með valkosti fyrir alla aldurs- og reynsluhópa, frá leikskólastigi og upp úr. Byrjaðu skipulagninguna á að lesa leiðarvísinn okkar.

Hvaða tæki ætti ég að nota með nemendum mínum?

Kennsluefni Code.org virkar á öllum tækjum og vöfrum. Þú getur séð meiri upplýsingar um tæknikröfur hér. Tæknikröfur kennsluefnis sem ekki er frá Code.org má finna á code.org/learn í lýsingu kennsluefnisins. Ekki gleyma að við erum líka með ótengd verkefni fyrir æfingar án nettengingar!

Þarf ég tölvu fyrir hvern þátttakanda?

Nei. Við erum með kennsluefni fyrir Klukkustund kóðunar sem virkar á tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum og jafnvel án tölvu! Þú getur tekið þátt sama hvar þú ert með því tæki sem þú hefur.

Hér eru nokkrir valkostir:

  • Vinna með félagaRannsóknir sýna að nemendur læra best að forrita með félaga þar sem tveir nemendur deila tölvu og vinna saman. Hvettu nemendur þína til að gera það.
  • Nota skjávarpa.Með skjávarpa og internet-tengdri tölvu getur heill hópur hjálpast að með Klukkustund kóðunar. Horft á myndskeiðin saman og skipst á að leysa þrautir eða svara spurningum.
  • Vinna án tölvu.Við erum með verkefni sem gera ekki ráð fyrir tölvu.

Eru takmörk á því hvernig ég má nota merki eða heiti Klukkustundar kóðunar (Hour of Code)?

Hour of Code er skrásett vörumerki. Við viljum ekki koma í veg fyrir notkun þess, en við viljum að notkun þess sé háð nokkrum takmörkunum. Kynntu þér þennan leiðarvísi um notkun.

Hvernig get ég búið til kennsluefni fyrir Klukkustund kóðunar?

Ef þú hefur áhuga á að gerast samstarfsaðili í gerð kennsluefnis, þá mælum við með að þú kynnir þér leiðarvísa okkar og leiðbeiningar. Við mundum vilja hýsa fjölmörg áhugaverð viðfangsefni, en meginmarkmiðið er að hámarka upplifunina fyrir nemendur og kennara sem hafa ekki fyrri reynslu af tölvunarfræði.

Þurfa nemendur að skrá sig inn með notendaupplýsingum?

Nei. Það er alls engin krafa að nemendur skrái sig eða skrái sig inn til að prófa Klukkustund kóðunar. En flest námskeiðin sem fara á eftir gera kröfu um innskráningu til að geta varðveitt framvindu nemenda.

Hvar get ég prentað skírteini fyrir nemendur mína?

Farðu á skírteinasíðuna þar sem þú getur prentað skírteini fyrir allan bekkinn fyrirfram. Þú getur líka prentað sérstök skírteini fyrir nemendur sem fara í Minecraft kennsluefnið.

Hvaða verkefni ætti ég að nota með framhaldsskólanemendum?

Fyrir alla aldurshópa mælum við með að prófa byrjendaefnið á Code.org/learn til að byrja með, svo sem kennsluefnið með Angry Birds eða með Önnu og Elsu. Nemandi í framhaldsskóla ætti að geta klárað svona efni á 30 mínútum og getur þá spreytt sig á ítarlegra efni með JavaScript, svo sem hjá Khan Academy eða CodeHS.

Ég er að gera Klukkustund kóðunar í Scratch en hvað ef nemendur mínir hafa iPad spjöld fremur en fartölvur?

Scratch keyrir ekki á spjaldtölvum. Ef nemendur þínir eru ungir, geta þeir notað ScratchJR iPad appið (fyrir byrjendur í lestri). Ef þú skoðar kennsluefnið í boði á Code.org/learn, munt þú finna annað kennsluefni sem virkar á iPad - frá Code.org, Tynker, Lightbot eða CodeSpark.

Hvernig eru Klukkustundir kóðunar taldar?

Notendatalningin fyrir Klukkustund kóðunar er ekki hárnákvæm. Við teljum ekki auðkenni nemenda þegar þátttakan í Klukkustund kóðunar er metin, enda gerum við það ekki að skilyrði að nemendur skrái sig inn eða skrái sig yfirleitt. Afleiðing af því er að við bæði ofteljum og vanteljum á sama tíma. Þú getur lesið nánar um þetta hér.

Af hverju sé ég ekki punktinn minn á kortinu?

Okkur finnst mjög leitt ef þú sérð ekki viðburðinn þinn á Klukkustund kóðunar kortinu. En vegna þess að það eru tugir þúsunda sem skrá sig þá sameinar kortið gögnin og sýnir einn punkt fyrir nokkra nálæga viðburði. Ef þú smellir á töluna ofan við kortið færðu lista yfir alla viðburði eftir stað og ættir að finna viðburðinn þinn þar. Auk þess, vegna fjöldans sem skráir sig, tekur kortið yfirleitt 48 tíma að uppfærast. Athugaðu aftur eftir nokkra daga!

Hve mikið er hægt að læra á klukkutíma?

Markmið Klukkustundar kóðunar er ekki að gera neinn að tölvusérfræðingi á einni klukkustund. Ein klukkustund er þó nóg til að komast að því að tölvunarfræði er skemmtileg og skapandi, að hún er aðgengileg fyrir alla aldurshópa og alla nemendur óháð bakgrunni. Mælikvarðinn á árangur þessa átaks er ekki hve mikla tölvunarfræði nemendur læra, heldur hin almenna þátttaka óháð kyni eða þjóðfélagshópi og aukin skráning og þátttaka í tölvunarfræðinámi á öllum skólastigum. Miljónir kennara og nemenda hafa ákveðið að halda áfram eftir klukkustundina - og lært í heilan dag eða viku eða lengur og margir nemendur hafa skráð sig í heilan kúrs eða valið tölvunarfræðibrautir í framhaldskóla.

Auk nemenda, bætist við "nemandi" sem er sjálfur kennarinn sem öðlast það mikið sjálfstraust eftir klukkustundina að hann treystir sér til að kenna tölvunarfræði án þess að hafa háskólagráðu í faginu. Tugþúsundir kennara ákveða að læra meira í tölvunarfræði - á netinu eða með öðrum hætti. Og þetta á einnig við um skólastjórnendur sem átta sig á því að nemendur þeirra vilja tölvunarfræði og að kennararnir geta kennt hana.

Umfram allt geta allir þátttakendur lært það á klukkustund að þetta er viðráðanlegt.

Hvernig get ég haldið áfram að læra eftir Klukkustund kóðunar?

Allir geta séð um halda Klukkustund kóðunar hvenær sem er. Kennsluefnið er aðgengilegt allt árið. Þú getur gengið að því vísu að allt kennsluefnið verði tiltækt það sem eftir er. Farðu á síðuna efniviður til að finna leiðbeiningar fyrir viðburði og annað efni sem getur hjálpað til að þín Klukkustund kóðunar heppnist vel.